Baldvin Oddsson

Kirkjulistahátíð 2013

Baldvin Oddsson hóf trompetnám við Tónskóla Sigursveins fimm ára gamall og lauk þaðan framhalds-og burtfararprófi með tónleikum í Seltjarnarneskirkju 10 árum síðar. Baldvin hefur síðan verið við tónlistanám í Bandaríkjunum, fyrst við Interlochen Arts Academy í Michigan, síðan við San Francisco Conservatory of Music í samnefndri borg og loks hjá Stephen Burns í Chicago. Í haust heldur hann námi sínu áfram þar vestra, nú við Manhattan School of Music í New York. Við Interlochen bar Baldvin sigur af hólmi í einleikarakeppni skólans og lék í kjölfarið einleik með hljómsveit skólans.

Baldvin hefur tvívegis sótt sumarnámskeið við Tónlistarhátíðina í Brevard, Norður Karólínu og einnig í tvígang við Center for Advanced Musical Studies í Chosen Vale, New Hampshire. Þá hefur Baldvin einnig tekið þátt í The National Brass Symposium sem haldið er í Atlanta-borg en þar koma reglulega saman margir helstu málmblásarar Bandaríkjanna.

Sumarið 2008 sótti Baldvin 33. alþjóðlegu trompethátíðina sem haldin var í Banff í Kanada og spilaði m.a. fyrir Frits Damrow, fyrsta trompetleikara Concertgebow hljómsveitarinnar í Amsterdam. Í kjölfarið hefur Baldvin tvívegis þegið heimboð Frits og sótt til hans nokkra spilatíma.

Haustið 2009 frumflutti Baldvin trompetkonsert eftir Oliver Kenntish, sem tónskáldið tileinkar honum, með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og hafði áður leikið einleik með sveitinni á jólatónleikum hennar 2007. Baldvin lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á jólatónleikum hljómsveitarinnar í desember 2008 og með Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólanna í janúar 2010. Þá leiddi hann trompetdeild nýstofnaðrar Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fyrstu tónleikum hennar í september 2009 og var í baksviðssveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands á 60 ára hátíðartónleikum hennar vorið 2010.

Síðla árs 2010 var Baldvini boðið að koma fram í útvarpsþættinum From the Top á vegum The National Public Radio í Bandaríkjunum. Er þátturinn sendur út á um 250 útvarpsstöðvum víðs vegar um Bandaríkin. Talið er að allt að sjöhundruð og fimmtíu þúsund manns hlýði reglulega á þáttinn þar ytra en megið stef hans eru ungir og efnilegir tónlistarmenn á sviði sígildrar tónlistar. Við sama tækifæri hlaut Baldvin The Jack Kent Cooke Young Artist Award og veglegan styrk til hljóðfærakaupa og fjármögnunar þátttöku í sumarnámskeiðum sumarið 2011.

Baldvin Oddsson

trompet | trumpet

Jack Kent Cooke Young Artist, Baldvin Oddsson, comes from Reykjavik, Iceland, and began his trumpet studies at the age of five. Ten years later he graduated with honors from the Sigursveinn School of Music in Reykjavik and began his studies in the USA. Since then, Baldvin has spent a year each at the following: Interlochen Arts Academy, Michigan; San Francisco Conservatory of Music in San Francisco and with Mr. Stephen Burns in Chicago. At Interlochen, Baldvin won the annual solo competition and subsequently performed as soloist with the school orchestra.

Baldvin attended the Brevard Music Center summers of 2009 and 2010. At the end of the 2009 festival he was awarded the Deans Award as an Outstanding Student with a full scholarship to return 2010. Also during the summer of 2010 Baldvin attended the Trumpet Seminar at the Center for Advanced Musical Studies at Chosen Vale, New Hampshire. He returned to Chosen Vale 2011.

In November 2010 Baldvin appeard on The National Public Radio in USA, From The Top, and was subsequently awarded the Jack Kent Cooke Young Artist Award. From the Top is broadcast on over 250 radio stations nation wide and its estimated listenership is 750.000 people.

In 2008 Baldvin attended the 33rd International Trumpet Festival in Banff, Canada, were he performed for Mr. Frits Damrow, principal trumpet with the Concertgebow Orchestra in Amsterdam. Mr. Damrow invited Baldvin to Holland for lessons, an invitation Baldvin has been able to accept twice.

During the 2009-1010 season Baldvin premiered APOLLO, a trumpet concerto dedicated to him by composer Oliver Kenntish, with the Reykjavik Amateur Orchestra, Mr. Kenntish conducting; performed the Haydn trumpet concerto with the Reykjavik Youth Orchestra and led the trumpet section of the newly founded Iceland Symphony Orchestra Youth Orchestra. Baldvin was also invited to perform with the back stage brass during the Iceland Symphony Orchestra´s 60 anniversary concert. Baldvin was featured soloist at the ISO’s annual Christmas Concerts in 2008 and with the Reykjavik Amateur Orchestra at the orchestras annual Christmas Concert 2007. Baldvin has performed in most churches in Reykjavik.

Baldvin will continue his studies in the USA this coming school year, this time around attending the Manhattan School of Music in New York.