Hátíðarmessa með tónlist frá Kirkjulistahátíð

Klais orgelið
Klais orgelið í nýjum víddum
20/07/2015
King Solomon
Óratórían Salómon eftir G. F. Händel
22/07/2015

Hátíðarmessa með tónlist frá Kirkjulistahátíð

Hallgrímskirkja

Fyrri hátíðarmessa Kirkjulistahátíðar er sunnudaginn 16. ágúst kl. 11 og verður útvarpað á Rás 1.

Vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Valur Ingólfsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, dr. Sigurði Árna Þórðarsyni, sr. Leonard Ashford, sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og messuþjónum. Tónlistarflutningur  verður í höndum Schola cantorum og meðlima úr Alþjóðlegu barokksveitinni í Den Haag. Einsöngvari: Oddur A. Jónsson. Stjórnandi Hörður Áskelsson, organisti Eyþór Franzson Wechner.

Allir velkomnir.