Nordic Affect
Í heimsókn hjá Händel
19/07/2015
Hallgrímskirkja
Hátíðarmessa með tónlist frá Kirkjulistahátíð
21/07/2015

Klais orgelið í nýjum víddum

Klais orgelið

Ungir raftónlistarmenn nýta sér nýjan tæknibúnað Klais-orgelsins og bjóða upp á tónlistarupplifun í hljóðheimi hins magnaða orgels Hallgrímskirkju með sínum 5273 pípum.

Midi stýribúnaði var nýlega komið fyrir í orgelinu þegar rafkerfi þess var uppfært en hann gerir það mögulegt að stýra öllum spilaborðum og raddskiptingum með t.a.m. tölvum.  Fjöldi nótna og hraði þeirra eru þá ekki bundin líkamlegum takmörkunum og opnast þar af leiðandi á nýja hljóðheima og liti fyrir tónskáld að vinna með.

Raftónlistarmenn kvöldsins eru Sveinbjörn Thorarensen (Hermigervill), Bergrún Snæbjörnsdóttir, Kristín Björk Kristjánsdóttir og Páll Ivan frá Eiðum. Umsjón og skipulag annast Guðmundur Vignir Karlsson (Kippi Kaninus).

Tónleikarnir verða mánudaginn 17. ágúst kl 21.00.

Miðasala