Heildardagskrá 2015

KIRKJULISTAHÁTÍÐ 2015
14. -23. ágúst 2015

HALLGRÍMSKIRKJU REYKJAVÍK

Föstudagur 14. ágúst kl. 12.15-13.45 og 17.00

ÖRÞING: SALÓMON KONUNGUR

12.15-13.45 Málþing um Salómon konung og speki hans. Í samvinnu við Hið íslenska Biblíufélag vegna 200 ára afmælis þess. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor, Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur á Selfossi og sr. Hjörtur Pálsson, bókmenntafræðingur flytja þrjá örfyrirlestra í Norðursal Hallgrímskirkju.

SETNING KIRKJULISTAHÁTÍÐAR 2015

17.00 Opnun myndlistarsýningar, tónlistarflutningur með Alþjóðlegu barokksveitinni frá Haag, Mótettukór Hallgrímskirkju, barokkdönsurum o. fl.
Helgi Þorgils Friðjónsson, myndlistarmaður Kirkjulistahátíðar 2015 sýnir í kór kirkjunnar og forkirkjunni.
Ókeypis aðgangur.

Laugardagur 15. ágúst kl. 19
Sunnudagur 16. ágúst kl. 16

SALÓMON eftir G. F. Händel
Óratoría í 3 þáttum
Hátíðartónleikar í Hallgrímskirkju
Flytjendur:
Robin Blaze kontratenór, Salómon konungur.
Þóra Einarsdóttir sópran, drottning Salómons og fyrsta kona.
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran, drottningin af Saba og önnur kona.
Benedikt Kristjánsson tenór, Zadok æðstiprestur og sendiboði.
Oddur Arnþór Jónsson bassi, levíti.
Mótettukór Hallgrímskirkju.
Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag.
Konsertmeistari: Tuomo Suni frá Finnlandi.

Stjórnandi: Hörður Áskelsson.

Sunnudagur 16. ágúst kl. 11.00

HÁTÍÐARMESSA Á KIRKJULISTAHÁTÍÐ

Vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Valur Ingólfsson prédikar. Tónlistarflutningur í höndum Schola cantorum og meðlimum úr Alþjóðlegu barokksveitinni í Den Haag.  Stjórnandi Hörður Áskelsson, organisti Eyþór Franzson Wechner.

Bein útsending á Rás 1.

Mánudagur 17. Ágúst 21.00

KLAIS ORGELIÐ Í NÝJUM VÍDDUM

Ungir raftónlistarmenn nýta sér nýjan tæknibúnað Klaisorgelsins og bjóða upp á tónlistarupplifun í hljóðheimi hins magnaða orgels Hallgrímskirkju með sínum 5273 pípum!

Þriðjudagur 18. ágúst kl. 20.00

BAROKKTÓNLEIKAR – „Í HEIMSÓKN HJÁ HÄNDEL“
Nordic affect ásamt Ian Wilson blokkflautuleikara frá London, Tuomo Suni fiðluleikara frá Helskinki og Þóru Einarsdóttur sópran, Benedikt Kristjánssyni tenór og Oddi A. Jónssyni baritón.
Flutt verður tónlist eftir G. F. Händel sem sýnir aðra hlið á tónsmíðum hans, sem mótvægi við hina glæsilegu óratóríu Salómon.

Miðvikudagur 19. ágúst kl. 12−12.30

HÁDEGISTÓNLEIKAR – HEYR HIMNA SMIÐUR
Kammerkórinn Schola cantorum syngur íslenska kórtónlist með þjóðlegu yfirbragði.
Stjórnandi Hörður Áskelsson.

Fimmtudagur 20. ágúst kl. 20.00 og  22.00

ORGELTVENNA MEÐ OLIVIER LATRY
20.00 Olivier Latry organisti Notre Dame kirkjunnar í París leikur einleikstónleika.

22.00 VORBLÓT eftir Stravinsky. Olivier Latry leikur ásamt eiginkonu sinni, Shin-Young Lee, sérstaka umritun fyrir tvo orgelleikara.

Föstudagur 21. ágúst  kl. 17.00 og 20.00

KING’S MEN FRÁ CAMBRIDGE
17.00 Evensong – Aftansöngur að hætti King’s College Chapel í Cambridge.

20.00 KVÖLDTÓNLEIKAR MEÐ KING’S MEN
Sönghópurinn KING’S MEN syngur fjölbreytta efnisskrá undir stjórn hins heimsfræga stjórnanda þeirra, Stephen Cleobury kórstjóra við King’s College í Cambridge.

Laugardagur 22. ágúst kl. 15.00–21.00

SÁLMAFOSS Á MENNINGARNÓTT
Samfelld tónleikadagskrá allan daginn, þar sem King’s Men frá Cambridge, Schola cantorum, Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt ýmsum íslenskum og erlendum kórum og hljóðfæraleikurum koma fram. Frumfluttir verða 5 nýir sálmar eftir 10 konur. Ókeypis aðgangur.

Sunnudagur 23. ágúst kl. 11.00 og 17.00

11.00 HÁTÍÐARMESSA
Með King’s Men og Stephen Cleobury.

17.00 DEO DICAMUS GRATIAS
LOKATÓNLEIKAR MEÐ SCHOLA CANTORUM
Meðal verka á efnisskránni er frumflutningur á nýju verki eftir John Speight, Missa semplice fyrir kór, sópraneinsöngvara og hörpu. Flytjendur eru kammerkórinn Schola cantorum, einsöngvarar úr kórnum og Elísabet Waage harpa. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.

DAGSKRÁIN ER BIRT MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR.