11.00
Annar í hvítasunnu. Hátíðarguðsþjónusta.
Tónlistarflutningur: Graduale nobili syngur, stjórnandi Þorvaldur Örn Davíðsson.
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Nánar auglýst síðar.
15.00
Tónleikaspjall í Ásmundarsal. Halldór Hauksson og sr. Kristján Valur Ingólfsson spjalla við Sigurð Sævarsson tónskáld um nýja hvítasunnukantötu hans Veni sancte spiritus.
17.00
Lokatónleikar Kirkjulistahátíðar 2019. Hátíðartónleikar með tveimur kórum, barokksveit og fjórum einsöngvurum.
Fluttar verða Hvítasunnukantöturnar Erschallet, ihr Lieder, BWV 172 og O ewiges Feuer, o Ursprung der Liebe BWV 34 eftir J.S. Bach. Veni sancte spiritus, ný hvítasunnukantata eftir Sigurð Sævarsson frumflutt. Yfir 100 flytjendur setja lokapunktinn yfir Kirkjulistahátíð með spennandi frumflutningi og flutningi á átveimur kantötum eftir J.S. Bach, sem þykja í hópi þeirra glæsilegustu.
Flytjendur: Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Hildigunnur Einarsdóttir alt, David Erler kontratenór, Benedikt Kristjánsson tenór og Oddur A. Jónsson bassi. Schola cantorum, Mótettukór Hallgrímskirkju og Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju.
Stjórnandi: Hörður Áskelsson.