Þjóðverjinn David Erler er meðal helstu kontratenóra af yngri kynslóð nú á dögum. Hann nam söng og tónlistarfræði í Leipzig. Á námsárum sótti hann meistaranámskeið hjá Andreas Scholl og hópnum The King’s Singers.
David Erler kemur reglulega fram með stjórnendum á borð við Philippe Herreweghe, Jos van Immerseel, Hans-Christoph Rademann og Gotthold Schwarz. Erler leggur sérstaka rækt við endurreisnartónlist og við ítalska og einkum enska tónlist 17. og 18. aldar. Söng hans má heyra á fleiri en 70 hljómplötum, og má þar sérstaklega minnast á heildarflutning á verkum eftir Heinrich Schütz undir stjórn Hans-Christophs Rademanns. Erler kemur reglulega fram á tónlistarhátíðum í Þýskalandi og Austurríki.
Undanfarið hefur David Erler tekið að sér ritstjórnar- og fræðistörf í auknum mæli; hann var til að mynda nýlega ráðinn ritstjóri heildarútgáfu á verkum tónskáldsins Johanns Kuhnau hjá útgáfufyrirtækinu virta Breitkopf & Härtel, en sum þeirra hafa aldrei verið prentuð áður.
Þá gaf hann nýlega út á nótum Requiem, ZWV 46, eftir Jan Dismas Zelenka.
Myndina tók: Björn Kowalewsky