Gunnar Gunnarsson

Kirkjulistahátíð 2013

Gunnar Gunnarsson (1961) hóf tónlistarnám á Akureyri og lauk kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar árið 1988 ásamt lokaprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík ári síðar. Gunnar stundaði rannsóknir á íslenskum sálmum bæði í Kaupmannahöfn og hér heima og birti niðurstöður í ritgerð sem gefin var út 1993 og nefndist Weyse-handritin og Choralbog for  Island. Þar er fjallað um tilurð fyrstu sálmasöngsbókar Íslendinga og þau  handrit sem hún byggir á. Gunnar lauk BA-gráðu í almennum málvísindum frá Háskóla Íslands 2010.

Gunnar hefur getið sér gott orð fyrir fjölbreytilegan tónlistarflutning og víða komið fram á tónleikum innan lands og utan. Auk hefðbundinna starfa sem organisti og kórstjóri hefur hann lagt sig eftir að útsetja og flytja trúarlega tónlist með nýstárlegum hætti. Einnig hefur hann leikið á píanó með mörgum þekktum tónlistarmönnum og átt þátt í útsetningum og hljóðritunum bæði djasstónlistar og þjóðlegrar tónlistar. Á undanförnum árum hefur Gunnar í auknum mæli útsett tónlist fyrir kóra og sönghópa og hafa útsetningar hans á kirkjutónlist m.a. komið út hjá Skálholtsútgáfunni og einnig gaf á Kór Akraneskirkju út disk með útsetningum hans 2010. Gunnar hefur nýlokið við að útsetja fyrir kór 16 sönglög eftir Tómas R. Einarsson og verða þau frumflutt ásamt djasssveit og Sönghópi Fríkirkjunnar nú í vor. Gunnar hefur töluvert útsett fyrir píanó og má þar nefna tónlist eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson (Krúsilíus og fleiri barnalög), Tómas R. Einarsson (Djassbiblía Tómasar R), Heimi Sindrason (Hótel Jörð – Söngbók Heimis Sindrasonar) og Íslensk ástar- og brúðkaupslög sem komu út á vegum Félags tónskálda og textahöfunda.

Helstu hljóðritanir og samvinnuverkefni eru VON OG VÍSA ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur (1994), FAÐMUR (2005) ásamt Kirstínu Ernu Blöndal og hljómsveit og GAMANVÍSUR (2009) ásamt Níelsi Árna Lund og Gunnari Hrafnssyni.

Gunnar hefur gefið út sex diska í eigin nafni, SKÁLM (1996), STEF (1998), DES (2003), HÚM (2005), HRÍM (2008) og GNÓTT (2010).

Gunnar hefur auk þess gefið út fjóra diska ásamt Sigurði Flosasyni, Sálma lífsins (2000), Sálma jólanna (2001), Draumalandið (2004) og Sálma tímans (2010).

Gunnar starfaði sem organisti og kórstjóri við Laugarneskirkju í Reykjavík um árabil en er nú organisti Fríkirkjunnar í Reykjavík. Gunnar stundar meistaranám í málvísindum við Háskóla Íslands.

Gunnar Gunnarsson (b. 1961) began his music studies in Akureyri, but later on completed a cantor degree from the Icelandic National Church School of Music in 1988 and a final degree from the Reykjavík Music Academy in 1989. He did research on Icelandic psalms in Copenhagen and in Iceland and published his research thesis in 1993.

Gunnar is acclaimed for his varied musical performances both at home and abroad. Apart from being an organist and choir conductor he has emphasised on innovation in the performance

and arrangement of sacred music. Gunnar also plays the piano and has worked with many outstanding Icelandic musicians and singers. He has been active on the Icelandic jazz scene for over 25 years and has recorded in a variety of styles.

During recent years, Gunnar has been increasingly active as an arranger for choirs and vocal ensembles and his arrangements of church music have been published by Skálholtsútgáfan. Gunnar has also made many piano arrangements of music by Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Tómas R. Einarsson and others.

Gunnar has released CDs with Anna Pálína Árnadóttir and Kirstín Erna Blöndal amongst others, and has recorded six solo CDs. The four CDs he has made with saxophone player Sigurður Flosason have been much acclaimed.

Having served as cantor at Laugarneskirkja in Reykjavík, Gunnar Gunnarsson is now the organist of the Free Church in Reykjavík.

Gunnar Gunnarsson

piano