KIRKJULISTAHÁTÍÐ 2019
1. – 10. júní 2019
1. júní laugardagur
kl. 15 SETNINGARATHÖFN KIRKJULISTAHÁTÍÐAR.
Orgelvirtúósinn Isabelle Demers og trompetleikararnir Jóhann Nardeau og Baldvin Oddsson ásamt Birni Steinari Sólbergssyni leika hátíðartónlist.
Kl. 15.30 Sýning Finnboga Péturssonar í Hallgrímskirkju og Ásmundarsal
KL. 17.00 UPPHAFSTÓNLEIKAR KIRKJULISTAHÁTÍÐAR 2019.
Mysterium, ný óratóría eftir Hafliða Hallgrímsson fyrir tvo kóra, hljómsveit, tvö orgel og fjóra einsöngvara frumflutt. Flytjendur: Mótettukór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Hanna Dóra Sturludóttir alt, Elmar Gilbertsson tenór, Oddur A. Jónsson bassi og hátíðarhljómsveit Kirkjulistahátíðar. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Isabelle Demers konsertorganisti leikur tvo þætti úr L´Ascension eftir O. Messiaen í upphafi tónleikanna.
Miðaverð: 6.900 ISK
2. júní sunnudagur
kl. 11.00 Hátíðarmessa á Sjómannadegi. Kammerkórinn Hljómeyki, málmblásarakvartett, orgel.
Kl. 15.00 Tónleikaspjall í Ásmundarsal – Tónskáldið Hafliði Hallgrímsson
Kl. 17.00 Óratórían Mysterium – endurteknir tónleikar- sjá kynningu 1. júní.
3. júní mánudagur
kl. 12.00 Myndlistarspjall í Ásmundarsal – Myndlistarmaðurinn Finnbogi Pétursson
Kl. 21.00 ÚTLENDINGURINN. Verk í hljóðum, tali og tónum eftir Halldór Hauksson um leit mannsins að samastað í staðlausum heimi, innblásið af samnefndri skáldsögu eftir Albert Camus.
Flutningurinn fer fram í Hallgrímskirkju. Miðaverð 2.900 kr.
4. júní þriðjudagur
kl. 12.00 Tónleikaspjall í Ásmundarsal – Tónlistarkonan Marina Albero Tapaso
Kl. 21:00 MARÍUSÖNGVAR FRÁ MIÐÖLDUM. LLIBRE VERMELL – RAUÐA BÓKIN FRÁ MONTSERRAT. „Þeir vilja stundum syngja og dansa“.
Tónlistarhópurinn Umbra ásamt Marinu Albero, sem er einn fremsti psalteriumleikari heims, flytja katalónska og norræna Maríusöngva frá miðöldum. Auk Marinu verða sérstakir gestir á tónleikunum slagverksleikararnir Eggert Pálsson og Kristófer Rodriguez Svönuson, sellóleikarinn Þórdís Gerður Jónsdóttir, og karlasöngflokkurinn Cantores Islandiae sem hefur sérhæft sig í gregorsöng.
Umbra hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í mars sl. fyrir plötu ársins 2018 í flokki þjóðlagatónlistar. Miðaverð 5.900 kr.
5. júní miðvikudagur
kl. 20.00 Hátíðarhljómar Kirkjulistahátíðar – Trompetleikararnir Jóhann Nardeau og Baldvin Oddsson ásamt David Cassan organista frá Frakklandi flytja tónlist eftir Charpentier, Vivaldi, Händel o.fl. Segja má að Jóhann og Baldvin hafi slegið í gegn á Hátíðarhljómum um síðustu áramót í Hallgrímskirkju og nú koma þeir aftur með hinum margverðlaunaða franska organista David Cassan sem vann m.a.fyrstu verðlaun í Alþjóðlegu orgelkeppninni í Chartre í Frakklandi 2017. Milli verka leikur David Cassan af fingrum fram. Miðaverð 4.900 kr.
6. júní fimmtudagur
kl. 12.00 Orgel-matinée á Kirkjulistahátíð Björn Steinar Sólbergsson organisti Hallgrímskirkju leikur orgeltónlist hvítasunnunnar eftir J.S. Bach og Duruflé. Ókeypis aðgangur – allir velkomnir!
7. júní föstudagur
kl 16.00 Tónleikaspjall í Ásmundarsal – Söngvarinn Benedikt Kristjánsson
8. júní laugardagur
kl. 17.00 Aftansöngur. Kantatan Bleib bei uns BWV 6 eftir J. S. Bach. Stemmning hvítasunnunnar færð gestum Hallgrímskirkju og Kirkjulistahátíðar með þessari undurfallegu kantötu Bachs.
Flytjendur: David Erler kontratenór, Benedikt Kristjánsson tenór, Oddur A. Jónsson bassi, Schola cantorum og Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.
Ókeypis aðgangur -allir velkomnir!
Kl. 18.00 Samhringing klukkna.
Kl. 21.00 Klais, klukkuspil og tölvur. Tónlist eftir raftónskáld með nýjum hljómi, þ.s. midi-tölvubúnaður Klais orgelsins er nýttur og verk tónskáldanna leikin af tölvum. Umsjónarmaður: Guðmundur Vignir Karlsson. Tónskáld sem eiga verk á tónleikunum:
Ingi Garðar Erlendsson, Gunnar Andreas Kristinsson, Ragnhildur Gísladóttir, Sveinn Ingi Reynisson, Guðmundur Vignir Karlsson, Hlynur Aðils Vilmarsson and Halldór Eldjárn.
Ókeypis aðgangur – allir velkomnir.
9. júní sunnudagur hvítasunna
kl. 11.00 HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA. “O ewiges Feuer “BWV 34 eftir
J.S. Bach. Mótettukór Hallgrímskirkju, Alþjóðlega barokksveitin með barokktrompetum og pákum, David Erler kontratenór, Benedikt Kristjánsson tenór og Oddur A. Jónsson bassi. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel.
Kl. 20.00 Hátíðartónleikar á hvítasunnukvöld með Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrímskirkju.
Afburðaflytjendur frá mörgum heimslöndum sem mynda Alþjóðlegu barokksveitina flytja glæsilega hátíðartónlist með trompetum, pákum og strengjum, m.a. hina heimsþekktu hljómsveitarsvítu í h-moll eftir J.S. Bach, þ.s. Georgia Brown flautuleikari frá Ástralíu leikur hinn glæsilega flautueinleik.
Konsertmeistari er Tuomo Suni.
Miðaverð: 4.900 kr.
10. júní mánudagur
Kl. 11.00 Hátíðarmessa á annan í hvítasunnu. Hátíðartónlist. Graduale Nobili. Stjórnandi: Þorvaldur Örn Davíðsson. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson.
Kl. 15.00 Tónleikaspjall í Ásmundarsal – Tónskáldið Sigurður Sævarsson.
Kl. 17.00 Lokatónleikar Kirkjulistahátíðar 2019. “Eilífðareldur, uppspretta ástar”.
Hátíðartónleikar með tveimur kórum, barokksveit og fjórum einsöngvurum.
Fluttar verða Hvítasunnukantöturnar Erschallet, ihr Lieder, BWV 172 og O ewiges Feuer, o Ursprung der Liebe BWV 34 eftir J.S. Bach. Veni sancte spiritus, ný hvítasunnukantata eftir Sigurð Sævarsson frumflutt. Yfir 100 flytjendur setja lokapunktinn yfir Kirkjulistahátíð með spennandi frumflutningi og flutningi á átveimur kantötum eftir J.S. Bach, sem þykja í hópi þeirra glæsilegustu.
Flytjendur: Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Hildigunnur Einarsdóttir alt, David Erler kontratenór, Benedikt Kristjánsson tenór og Oddur A. Jónsson bassi. Schola cantorum, Mótettukór Hallgrímskirkju og Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju.
Stjórnandi: Hörður Áskelsson.
Miðaverð er 5.900 kr.