
Annar í hvítasunnu – 10. júní 2019
06/05/2019
Dagskrá 8. júní 2019
06/05/2019Hvítasunna – 9. júní 2019
11.00
Hátíðarguðsþjónusta. Hvítasunnukantatan O ewiges Feuer BWV 34 eftir J.S. Bach.
Glæsilega hvítasunnukantatan O ewiges Feuer flutt af Mótettukór Hallgrímskirkju, Alþjóðlegu barokksveitinni með barokktrompetum og pákum, David Erler kontratenór, Benedikt Kristjánssyni tenór og Oddi A. Jónssyni bassa. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.
Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel. Bein útsending á Rás 1.
20.00
Vivaldi – Telemann – Bach
Hátíðartónleikar á hvítasunnukvöld með Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrímskirkju.
Afburðaflytjendur frá mörgum heimslöndum sem mynda Alþjóðlegu barokksveitina flytja glæsilega hátíðartónlist með trompetum, pákum og strengjum, m.a. hina heimsþekktu hljómsveitarsvítu í h-moll eftir J.S. Bach, þ.s. Georgia Brown flautuleikari frá Ástralíu leikur hinn glæsilega flautueinleik.
Konsertmeistari er Tuomo Suni.
