Óratórían Salómon eftir G. F. Händel

Hallgrímskirkja
Hátíðarmessa með tónlist frá Kirkjulistahátíð
21/07/2015
Salómon konungur
Örþing: Salómon konungur
23/07/2015

Óratórían Salómon eftir G. F. Händel

King Solomon

Hápunktur Kirkjulistahátíðar 2015 verður þegar hin stórfenglega óratóría Händels, Salómon konungur, verður flutt í fyrsta sinn á Íslandi.

Óratórían Salómon er í 3 þáttum og segir frá stjórnartíð Salómons konungs sem þótti bæði vitur og réttlátur. Fjallað er um hinn fræga Salómonsdóm og heimsókn sjálfrar drottningarinnar af Saba. Aðdáendur Händels munu sannarlega ekki verða fyrir vonbrigðum  með þessa óratóríu, sem er full af tilkomumiklum aríum og kórköflum sem spanna allt litróf tilfinninganna.

Fyrri tónleikarnir verða laugardaginn 15. ágúst kl. 19.00 og þeir síðari sunnudaginn 16. ágúst kl. 16.00.  Flytjendur eru Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt barokkhljóðfæraleikurum í fremstu röð og hinum heimsþekkta kontratenór Robin Blaze. Aðrir einsöngvarar eru Þóra Einarsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttur, Benedikt Kristjánsson og Oddur Arnþór Jónsson.

Stjórnandi: Hörður Áskelsson.

Miðasala