Allt frá árinu 2007 hefur Listvinafélag Hallgrímskirkju staðið fyrir dagskrá á Menningarnótt undir heitinu Sálmafoss en í þetta skiptið er Sálmafossinn hluti af dagskrá Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju og býður upp á einkar glæsilega tónlist og tónlistarflutning.
Að venju þá verður 6 klukkutíma samfelld dagskrá í Hallgrímskirkju, þar sem ýmsir kórar og organistar flytja fjölbreytta kirkjutónlist og á hverjum heilum tíma fá kirkjugestir að taka undir sálmasöng. Annaðhvert ár hafa við upphaf Sálmafossins verið frumfluttir nýir sálmar eftir ýmis íslensk skáld og tónskáld, sem Tónmenntasjóður kirkjunnar hefur pantað. Þannig hafa á síðustu árum verið frumfluttir um þrjátíu nýir sálmar og eru sumir þeirra nú þegar mikið sungnir í kirkjum landsins. Í tilefni af 100 ára kosningarétti kvenna, voru 10 konur, skáld og tónskáld, valdar til að leggja fimm nýja sálma í púkkið í ár og verða sálmarnir frumfluttir við upphaf dagskrár kl. 15.
Á meðal flytjenda á Sálmafossi 2015 eru góðir gestir frá King´s College í Cambridge á Englandi, kórinn King´s Men með stjórnanda sínum Stephen Cleobury, sem í þrjá áratugi hefur leitt hinn heimsfræga kór King´s College Choir. Í þeirra röðum eru tveir ungir organistar sem munu leika á stóra orgelið í Hallgrímskirkju. Einnig koma fram íslenskir kórar og organistar: Dómkórinn, Schola Cantorum, Mótettukór Hallgrímskirkju, Kári Þormar, Eyþór A. Wechner, Kór Akraneskirkju og Söngsveitin Fílharmónía.
Dagskrárstjórar Sálmafossins eru Hörður Áskelsson og Arngerður María Árnadóttir.
Kynnir er Margrét Bóasdóttir.
Sálmafoss í Hallgrímskirkju 22. ágúst 2015 – dagskrá
Kl. 15.00 – Fimm nýir sálmar eftir tíu konur, skáld og tónskáld, frumfluttir.
Tónskáldin eru: Þóra Marteinsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Bára Grímsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir og Sóley Stefánsdóttir. Skáldin eru: Þórdís Gísladóttir, Iðunn Steinsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Guðrún Hannesdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir.
Mótettukór Hallgrímskirkju syngur, stjórnandi Hörður Áskelsson.
Kl. 15.30 – Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar.
Kl. 16.00 – Sálmasöngur – allir syngja með – Mótettukór Hallgrímskirkju og Hörður Áskelsson leiða.
Kl. 16.10 – King’s Men frá Cambridge syngja, stjórnandi Stephen Cleobury.
Kl. 16.40 – Eyþór A. Wechner leikur á Klais-orgelið.
Kl. 17.00 – Sálmasöngur – allir syngja með – Söngsveitin Fílharmónía leiði.r
Kl. 17.10 – Söngsveitin Fílharmónía. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.
Kl. 17.30 – Orlando Singers frá Bretlandi syngur undir stjórn David Everett.
Kl. 18.00 – Sálmasöngur – allir syngja með – Kór Akraneskirkju leiðir sönginn.
Kl. 18.10 – Kór Akraneskirkju synur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar.
Kl. 18.30 – Organisti úr röðum King’s Men leikur.
Kl. 19.00 – Sálmasöngur – allir syngja með – Dómkórinn leiðir almennan sálmasöng.
Kl. 19.10 – Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars.
Kl. 19.40 – Kári Þormar dómorganisti leikur á Klais-orgelið.
Kl. 20.00 – King´s Men frá Cambridge syngja undir stjórn Stephen Cleobury.
Kl. 20.30 – KLAIS OG KVIKMYNDATÓNLISTIN – Jónas Þórir leikur þekkt stef úr kvikmyndum ásamt gestum.
Kl. 21.00 – Dagskrárlok.