21. ágúst | 21st August

Kirkjulistahátíð 2013

MIÐVIKUDAGUR 21. ágúst

12.00

Hádegistónleikar Schola cantorum

Kammerkór Hallgrímskirkju Schola cantorum syngur íslenskar og erlendar kórperlur.

18.00

Vesper – Kvöldsöngur og klukkuspil

Kirkjusöngur aldanna. Forsöngvarar leiða þátttakendur í tíðasöng.

20.00

Heyr, himnasmiður

-Sálmarnir hans Þorkels

Sigurður Flosason (saxófónar) og Gunnar Gunnarsson (orgel) flytja sálmalög Þorkels Sigurbjörnssonar í eigin útsetningum með spunann í forgrunni. Gunnar og Sigurður hafa leikið saman síðan 1999 og gefið út fjóra hljómdiska sem notið hafa mikilla vinsælda. Þeir hafa ekki spilað fleiri verk eftir nokkurn höfund annan en Þorkel Sigurbjörnsson en samtals eru fjórir sálmar eftir hann á diskum dúósins. Nú takast þeir í fyrsta sinn á við heila efnisskrá eftir einn höfund og heiðra um leið minningu ástsælasta sálmatónskálds íslensku þjóðarinnar.

Í samstarfi við Jazzhátíð Reykjavíkur.

WEDNESDAY August 21st

Lunch time concert

Schola cantorum chamber choir of Hallgrimskirkja sings Icelandic and foreign choir works.

Vesper – evensong and carillon

Church songs of the ages. Participants led in singing vesper.

Saxophone and organ

-Þorkell’s hymns

Sigurður Flosason (saxophones) and Gunnar Gunnarsson (organ) perform hymnal songs by Þorkell Sigurbjörnsson in their own arrangements with an emphasis on improvisation. Gunnar and Sigurður have been playing together since 1999 and have recorded four popular cd’s.  All in all their cd’s contain four hymns by Þorkell Sigurbjörnsson, and they have not played more works by anyone else. For the first time they perform a whole program with the works of one composer and at the same time honour the memory of one of Iceland’s best loved hymn-composer.

In collaboration with Reykjavik Jazz Festival.