G. Vignir Karlsson

Kirkjulistahátíð 2013

Kippi Kaninus kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2001 með sjálfútgefnu plötunni ,,Í síðdegiskaffinu sígild hljómlist“ og í kjölfari hennar birtist platan Huggun árið 2002, sem gefin var út af Tilraunaeldhúsinu. Síðan þá hefur hann gefið út tvær plötur, núna síðast Happens Secretly, 2005.

Kippi hefur spilað víða í Evrópu og Bandaríkjunum, og með góðu fólki, t.a.m. með múm, Kiru Kiru, Mugison og Aminu.

Tónlist Kippa kom einnig við sögu í kvikmyndunum Niceland, Friðrik Þór, og Voksne Mennesker, Dagur Kári.

Kippi Kaninus er raftónlistamannsnafn Guðmundar Vignis Karlssonar, tónlistarmanns, myndlistarmanns og jarðafarasöngvara.

Hann er með BA í guðfræði og MA í Image and sound frá Konunglega konservatoríinu og konunglegu myndlistarakademíunni í Den Haag.

Frá 2008 hefur hann verið meðlimur hljómsveitarinnar amiinu og gefið út plötur og farið í tónleikaferðalög með henni.

Auk þessa hefur hann unnið í leikhúsi, í sýningunum The Island (sýnd á Íslandi og í Canada) og Kameljóni sem frumsýnt var á hátíðinni Lókal 2012.

Guðmundur Vignir Karlsson, graduated in theology from the University of Iceland and then went on to study visual, audio and moving art at the Royal Conservatory and the Academy of Fine Art in The Hague. He has participated in many shows in Holland and was during his study invited to show at the biennial in Carrara in Italy. he now lives in Iceland were he has showed his work in various galleries. His most recent group exhibition was chosen among the 10 best shows in Iceland of 2008. He also works in the field of electronic music and has traveled around Europe and USA performing his music under the alias Kippi Kaninus.

G. Vignir Karlsson

tónskáld | composer