Guðmundur Steinn Gunnarsson

Guðmundur Steinn Gunnarsson

Guðmundur Steinn Gunnarsson (f.1982) er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Undanfarin ár hefur tónlist Guðmundar þróað hrynmál sem líkir eftir ókerfisbundinni hrynjandi í umhverfinu. Hann notast oft við nýja miðla til að birta þessar hugmyndir.

Guðmundur lærði tómsíðar í Mills College með Alvin Curran, Fred Frith og John Bischoff og í Listaháskóla Íslands með Úlfari Haraldssyni og Hilmari Þórðarsyni. Hann hefur einnig sótt tíma hjá Atla Ingólfssyni. Guðmundur sótti sumarnámskeið í tónsmíðum í Darmstädt 2008, meðal annars með Manos Tsangaris, Marco Stroppa og Brian Ferneyhough. Einnig sótti hann námskeið hjá Karlheinz Stockhausen í Kürten 2004. Þar að auki hefur hann sótt námskeið með Helmut Lachenmann, Tristan Murail, Pauline Oliveros og Clarence Barlow.

Guðmundur hefur samið verk fyrir Ensemble Adapter, Defun Ensemble, l’Arsenale, Njútón, Duo Harpverk og Shaynu Dunkelmann. Tónlist Guðmundar hefur heyrst á MATA, Musikin Aika, Thingamajigs Festival, Reno Interdisciplinary Arts Festival, Myrkum Músíkdögum, Frum, Við Djúpið, Sumartónleikum í Skálholti. Nordic Music Days, Ung Nordisk Musik, The Stone, í Princeton- Stanford háskólum. Guðmundur er einn af stofnmeðlimum Samtaka listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík (S.L.Á.T.U.R.). Guðmundur Steinn vann árið 2011 verðlaun í tónsmíðakeppni í tilefni af 80 ára afmæli Ríkisútvarpsins. Árið 2011 gaf Carrier Records út plötuna Horpma með samnefndu verki eftir Guðmund Stein.

Guðmundur Steinn Gunnarsson (b.1982) is from Reykjavik, Iceland. His recent music builds clear rhythms without a pulse or meter. In order for that to work he has been developing ways of making animated notation, to be read from computer screens.

He studied composition at Mills College with Alvin Curran, Fred Frith and John Bischoff, in Iceland with Úlfar Haraldsson, Hilmar Þórðarsson and Atli Ingólfsson. He visited the Darmstädter ferienkurse in 2008 and Karlheinz Stockhausen´s courses in Kürten in 2004. Additionally he has paricipated in masterclasses with Helmut Lachenmann, Tristan Murail, Pauline Oliveros and Clarence Barlow.

Guðmundur has written music for Ensemble Adapter, Defun, Njútón, Quartet Opabinia, Duo Harpverk, Shayna Dunkelmann and Tinna Þorsteinsdóttir. His music has been heard in festivals such as MATA (US), Time of Music (FI), Thingamajigs Festival (US), Reno Interdisciplinary Arts Festival (US), Dark Music Days (IS), Nordic Music Days (2009 and 2010), Ung Nordisk Musik and in concerts as far as Riga, Istanbul and Volgovgrad. Guðmundur is a founding member of the S.L.Á.T.U.R. experimental composers collective in Iceland. In 2011 Guðmundur won the National Radio of Iceland Composition Prize for the 80th anniversary celebration of the institution. In 2011 Guðmundur released the album Horpma on Carrier Records.

Guðmundur Steinn Gunnarsson

tónskáld | composer