Guðmundur Vignir Karlsson

Guðmundur Vignir Karlsson, e.þ.s. Kippi Kaninus lærði sjón og hljóðlistir í Hollandi og útskrifaðist þaðan með MA gráðu. Vignir er  meðlimur hljómsveitarinnar amiinu og kemur reglulega fram á tónleikum með henni út um allan heim. Þá er hann einnig meðlimur þungarokkssveitarinnar Glerakur. Mankan er ein sveitin til sem Vignir er meðlimur í ásamt saxófónleikaranum og raftónlistarmanninum Tómas Manoury.

Auk þess hefur Vignir gefið út 4 plötur undir nafninu Kippi Kaninus. Hann er meðlimur kammerkórsins Schola cantorum og hefur verið allar götur síðan 2002 og komið fram með honum víða um heim sem kórsöngvari og sem einsöngvari m.a. í Disney Hall í LA.

Hann syngur mikið við útfarir með hinum ýmsu sönghópum, í blönduðum sönghópum en ekki síst í karlakórum þar sem hann syngur fyrsta tenór.