Halldór Eldjárn

Halldór Eldjárn

Halldór Eldjárn

Halldór Eldjárn er tónlistarmaður og forritari. Tónlist hans er innblásin af samruna tækni og náttúru. Hljóðgervlar, rytmar og óvenjuleg hljóð blandast saman í tónlist hans og skapa ríkulega áferð sem ber vott um það hvernig framtíðin gæti hljómað.

Halldór stofnaði hljómsveitina Sykur ásamt félögum sínum árið 2008 og hefur sveitin gefið út tvær plötur og er sú þriðja væntanleg í ár. Halldór hefur undanfarið samið tónlist undir eigin nafni, en fyrsta plata hans, Poco Apollo, fjallar um tunglferðir og er samin með hjálp gervigreindar.

Heimasíða: http://hdor.is

Facebook: bit.ly/HdorFacebook

Instagram: bit.ly/HdorInstagram

Poco Apollo website: http://pocoapollo.hdor.is

Mynd: Sigga Ella (siggaella.com)