Hljómeyki

Kirkjulistahátíð 2013

Hljómeyki var stofnað árið 1974 og hefur frá upphafi verið í fremstu röð íslenskra kóra. Hópurinn starfaði fyrstu árin undir stjórn Rutar L. Magnússon og flutti þá aðallega veraldlega tónlist frá ýmsum löndum. Árið 1986 tók kórinn upp samvinnu við Sumartónleika í Skálholti og hefur síðan þá lagt megináherslu á flutning nýrrar íslenskrar tónlistar. Í Skálholti hefur Hljómeyki flutt ný verk eftir mörg helstu tónskáld landsins, svo sem Atla Ingólfsson, Elínu Gunnlaugsdóttur, Hafdísi Bjarnadóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Hreiðar Inga Þorsteinsson, Jón Nordal, Óliver Kentish, og Þuríði Jónsdóttur. Hljómeyki hefur frumflutt yfir 50 tónverk, innlend sem erlend, og var í hópi 13 kóra um víða veröld sem pantaði og frumflutti verkið Glory and the Dream eftir Richard Rodney Bennett vorið 2001. Verkið og flutningurinn hér á landi fengu frábæra dóma. Hljómeyki tekur einnig iðulega þátt í norrænum tónlistarhátíðum, svo sem Myrkum músíkdögum og Norrænum músíkdögum.

Hljómeyki hefur nokkrum sinnum tekið þátt í óperuflutningi og má þar nefna Dido og Æneas eftir Purcell, Orfeus og Evridísi eftir Gluck, Orfeo eftir Monteverdi, La Clemenza di Tito eftir Mozart og Carmen eftir Bizet. Síðastnefndu verkin söng kórinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands en Hljómeyki hefur komið reglulega fram með hljómsveitinni á undanförnum árum, síðast í flutningi sveitarinnar á tónlistinni úr Lord of the Rings.

Hljómeyki hefur gefið út sex geisladiska, með verkum eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Báru Grímsdóttur, Jón Nordal og Sigurð Sævarsson. Í maí 2008 tók tók kórinn þátt í hinni virtu kórakeppni Florilège Vocal de Tours í Frakklandi. Tuttugu og einn kór hvaðanæva að úr heiminum tók þátt og varð Hljómeyki hlutskarpast í flokki kammerkóra ásamt kammerkórnum Khreschatyk frá Úkraínu. Í umsögnum dómnefndar sagði meðal annars að Hljómeyki hefði fallegan hljóm og einkar hrífandi og hjartnæma túlkun.

Marta Guðrún Halldórsdóttir tók sín fyrstu skref í tónlistarlífinu sem meðlimur Hljómeykis á Sumartónleikum í Skálholti á sínum unglingsárum. Að loknu söngnámi í Þýskalandi árið 1993 hefur hún starfað sem söngkona og söngkennari og komið fram með helstu kórum, hljómsveitum og kammerhópum hér á landi. Marta hefur verið í fremstu röð túlkenda á sviði samtímatónlistar. Hún hefur frumflutt og hljóðritað íslensk verk og flutt íslenska tónlist á tónleikaferðum m.a. í Japan og víða í Evrópu. Marta hefur farið með aðalhlutverk í óperum og söngleikjum í Íslensku óperunni og Þjóðleikhúsinu, verið atkvæðamikil í flutningi barrokktónlistar og hefur unnið með fjölmörgum listamönnum á því sviði.

Marta hefur lagt rækt við íslenskan tónlistararf og flutt íslensk þjóðlög í útsetningum ýmissa tónskálda, gjarnan með Erni Magnússyni píanóleikara. Þau eru stofnendur smásveitarinnar Spilmanna Ríkinis sem flytur gamla íslenska tónlist á forn íslensk hljóðfæri.

Marta Guðrún hefur stjórnað kór nemenda við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar í nokkur ár. Vorið 2011 var hún ráðin stjórnandi Hljómeykis og hefur stýrt kórnum síðan.

Hljómeyki Chamber Choir was founded in 1974. During its first years, the choir performed under the direction of Ruth L. Magnússon and concentrated primarily on secular music from all over the world. Since 1986, when they began collaborating with the Skálholt Summer Concert Festival, the choir has concentrated on performing new Icelandic music, commissioning at least one major work annually. In its concerts at Skálholt, Hljómeyki has premiered more than 50 pieces, most of them by prominent Icelandic composers. Hljómeyki was one of 13 choirs that commissioned and premiered Richard Rodney Bennett‘s Glory and the Dream in 2001. The piece and performance won critical acclaim. Hljómeyki also regularly takes part in new music festivals like the Nordic Music Days and the Icelandic Composers’ Society’s festival, Dark Music Days.

In recent years the choir has performed regularly with the Iceland Symphony Orchestra, singing the choir parts in Bizet‘s Carmen, Mozart‘s La clemenza di Tito and Richard Einhorn‘s Voices of Light, Gershwin‘s Porgy and Bess and most recently the music from The Lord of the Rings by Howard Shore. Other recent projects include Schnittke’s Concerto for Choir.

Hljómeyki has represented Iceland in choral competitions and festivals, and has published several CDs with Icelandic music. In May 2008 the choir partook in the choral competition Florilège Vocal de Tours, in France. Twentyone choirs from around the world made the competition, Hljómeyki, along with the chamber choir Khreschatyk from Ukraine won the Chamber Choir prize. The jury mentioned that Hljómeyki had a beautiful sound and an charming and heartfelt interpretation.

Marta Guðrún Halldórsdóttir started her musical carrier in her teenage years as a member of Hljómeyki chamber choir at the Skálholt Summer Concerts . After completing her vocal performance studies in Germany 1993, she became an active performer and teacher in Iceland and has since been soloist with all major choirs, orchestras and ensembles in Iceland. Marta is a leading performer of contemporary music and has premiered and recorded many new Icelandic pieces and performed Icelandic music on concert tours widely in Europe and in Japan. She has taken on leading roles in operas and musicals in the Icelandic Opera and the National Theatre and has also had an extensive carrier in Baroque perfomance and has worked with many internationally acclaimed artists in that field.
 

Marta has been active in the performance practice of the Icelandic musical heritage and has regularly performed Icelandic folk songs, on many occasions with pianist Örn Magnússon. The two of them founded the ensemble “Spilmenn Rikinis”, which specializes in old Icelandic music using traditional instruments.
 

Marta has been director of the choir of the Sigursveinn D. Kristinsson Music School for two seasons. In spring 2011 she was appointed director of chamber choir Hljómeyki and made her debut as a director at the Nordic Music Days in October 2011.

Hljómeyki

kammerkór | chamber choir

Stjórnandi | Conductor : Marta Guðrún Halldórsdóttir