Kirkjulistahátíð 2013
Hörður Áskelsson hefur verið organisti og kantor Hallgrímskirkju frá því hann lauk framhaldsnámi í Düsseldorf í Þýskalandi árið 1982. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu listalífs kirkjunnar og stóð meðal annars að stofnun Listvinafélags Hallgrímskirkju, Kirkjulistahátíðar og Alþjóðlega orgel sumars.
Árið 1982 stofnaði hann Mótettukór Hallgrímskirkju og kammerkórinn Schola cantorum árið 1996. Með kórunum hefur hann flutt flestar helstu perlur kórbókmenntanna bæði með og án undirleiks. Þá hefur hann stjórnað frumflutningi margra verka fyrir kór og hljómsveit sem íslensk tónskáld hafa skrifað á undanförnum árum og má nefna Passíu eftir Hafliða Hallgrímsson, óratóríuna Cecilíu eftir Áskel Másson og Thor Vilhjálmsson og Fléttu eftir Hauk Tómasson.
Með kórum sínum hefur Hörður komið fram á tónlistarhátíðum víða um heim og farið tónleikaferðir, m.a. um Kanada, Þýskaland, Austurríki, Frakkland, Bretland og Norðurlöndin auk þess að taka þátt í keppnum á Ítalíu, Frakklandi og Írlandi, þ.s. kórar hans unnu til verðlauna. Hörður hefur haldið tónleika í mörgum stærstu kirkjum Evrópu bæði sem kórstjóri og organisti, m.a. í Kölnardómkirkju, Notre Dame og St. Sulpice í París og dómkirkjunum í Frankfurt, Brüssel, Helsinki o.fl.
Hörður hefur hlotið margsháttar viðurkenninga fyrir framlag sitt til tónlistarlífs á Íslandi, þ.á m. Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2001, Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2004 og Íslensku bjartsýnisverðlaunin árið 2006. Þá var hann borgarlistamaður Reykjavíkur 2002.
Hörður hefur kennt orgelleik og kórstjórn við Tónskóla þjóðkirkjunnar og á árunum 1985-1995 var hann lektor í litúrgískum söngfræðum við guðfræðideild Háskóla Íslands. Hörður gegndi embætti Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar árin 2005-2011. Hörður hlýtur 6 mánaða starfslaun íslenska ríkisins á þessu ári.
Hörður Áskelsson was born in Akureyri in the north of Iceland in 1953. He studied music in Akureyri and Reykjavík, before moving to Düsseldorf, Germany, in 1976 to study at the Robert Schumann Hochschule. He graduated as organist and cantor in 1981 summa cum laude. After a year as organist in the Neanderkirche in Düsseldorf Áskelsson moved to Reykjavík, where he has been organist and cantor of Hallgrímskirkja since 1982. In the same year he founded the Motet Choir of Hallgrímskirkja and was instigator of the founding of the Friends of the Arts Society of Hallgrímskirkja; choir and Friends are twin cornerstones to the artistic activities in the church. In 1987 he established the Festival of Sacred Arts, since then a biannual event on the cultural scene in Iceland. In 1993 he founded the Summer the Organ concert series and in 1996 Áskelsson founded the chamber choir Schola cantorum, which has already become one of Iceland’s most respected choirs.
Hörður Áskelsson has received much recognition, and with his choirs he has participated in various music festivals and international competitions, winning prizes in Cork, Ireland 1996, Noyon, France 1998 and Gorizia, Italy 2002. He has conducted many oratorios, often with the Iceland Symphony Orchestra, and premiered a number of Icelandic compositions. His performances have been recorded for radio and television and issued on numerous CDs. A recording of the oratorio Passía by Hafliði Hallgrímsson conducted by Áskelsson and released by the internationally renowned record company Ondine has received outstanding reviews in BBC Music Magazine, Gramophone, International Record Review and other media.
Hörður Áskelsson has also been a teacher of the organ and choir conducting at the Iceland National Church’s Music School and in 1985-95 he was lecturer on liturgy at the University of Iceland Faculty of Theology. In the year 2000 Áskelsson was musical director of the events held to celebrate the Millennium of Christianity in Iceland. In 2002 he received both the Icelandic Music Prize and the Culture Prize of the newspaper DV for his outstanding activities in the year 2001. He was appointed Municipal Artist of Reykjavík in 2002 and received the Knight’s Cross of the Icelandic Order of the Falcon in 2004. From 2005-2011 Hörður Áskelsson has been Church Music Director of the National Church of Iceland.
Hörður Áskelsson
stjórnandi | conducor