Händel bauð Lundúnabúum upp á íburðarmiklar tónlistarveislur: Glæstar óperur, kraftmiklar óratóríur og síðast en ekki síst hinar tilkomumiklu Flugelda- og Vatnasvítur. Á hinn bóginn samdi hann lágstemmdari kammertónlist, sólóverk og tónlist sem hentaði til dæmis fyrir tilbeiðslu í heimahúsum. Á þessum tónleikum kynnumst við einmitt þessari hinni hlið á Händel, verkum gerðum til að njóta í nálægð og kyrrð heimilisins, og fáum í leiðinni dálitla innsýn í 18. aldar heimili í London.
Tónleikarnir verða þriðjudaginn 18. ágúst kl 20. Flytjendur eru Nordic Affect, breski blokkflautuleikarinn Ian Wilson, finnski fiðluleikarinn Tuomo Suni, Þóra Einarsdóttir sópran, Benedikt Kristjánsson tenór og Oddur A. Jónsson baritón.