King´s Men of Cambridge
King’s Men frá Cambridge
19/07/2015
Klais orgelið
Klais orgelið í nýjum víddum
20/07/2015

Í heimsókn hjá Händel

Nordic Affect

Nordic Affect

Händel bauð Lundúnabúum upp á íburðarmiklar tónlistarveislur: Glæstar óperur, kraftmiklar óratóríur og síðast en ekki síst hinar tilkomumiklu Flugelda- og Vatnasvítur. Á hinn bóginn samdi hann lágstemmdari kammertónlist, sólóverk og tónlist sem hentaði til dæmis fyrir tilbeiðslu í heimahúsum. Á þessum tónleikum kynnumst við einmitt þessari hinni hlið á Händel, verkum gerðum til að njóta í nálægð og kyrrð heimilisins, og fáum í leiðinni dálitla innsýn í 18. aldar heimili í London.

Tónleikarnir verða þriðjudaginn 18. ágúst kl 20. Flytjendur eru Nordic Affect, breski blokkflautuleikarinn Ian Wilson, finnski fiðluleikarinn Tuomo Suni, Þóra Einarsdóttir sópran, Benedikt Kristjánsson tenór og Oddur A. Jónsson baritón.

Miðasala