Schola cantorum
Hádegistónleikar Schola Cantorum
18/07/2015
Nordic Affect
Í heimsókn hjá Händel
19/07/2015

King’s Men frá Cambridge

King´s Men of Cambridge

Hinn frábæri 18 manna karlakór King’s Men samanstendur af söngvurum úr hinum þekkta The King’s College Choir í Cambridge og eru meðlimir allir háskólanemar með víðtæka reynslu af söng. The King’s College Choir er einna þekktastur fyrir söng sinn í jólaútsendingum BBC en King’s Men hefur starfað sem sjálfstæður hópur um skeið og ferðast vítt og breitt um heiminn undir stjórn Stephens Cleobury.

King’s Men halda tvenna tónleika á Kirkjulistahátíð, föstudaginn 21. ágúst kl. 17 syngja þeir enskan Evensong og kl. 20 sama dag syngja þeir tónleika með fjölbreyttri tónlist, meðal annars eftir Tallis, Byrd, Purcell, J. S. Bach og Mozart.

Einnig taka þeir þátt í hátíðarmessu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 23. ágúst kl. 11.

Miðasala