Ian Wilson

Ian Wilson

Ian Wilson

Ian Wilson stýrir tréblásaradeild Eton College, er aðal blokkflautuprófessor við Guildhall School of Music & Drama og gestablokkflautusérfræðingur við North East of Scotland Music School í heimabæ sínum Aberdeen.

Hann lærði blokkflautuleik og klarinettleik við Guildhall School of Music & Drama, þar sem hann vann tvisvar sinnum til verðlauna fyrir leik á tréblásturshljóðfæri (einu sinni á hvort hljóðfæri) og hlaut Pricipal´s Prize við útskriftina.  Af öðrum verðlaunum sem honum hafa hlotnast má nefna Skene Award, LASMO Staffa Music Award og Musica Antica verðlaun Van Wassenaer keppninnar sem besti einleikarinn.

Ian hefur tekið upp þrjár geislaplötur með blokkflautukvartettinum The Flautadors sem hlotið hafa mikið lof, en á þeim má finna breska tónlist er spannar 500 ára tímabil. Ian er einnig meðlimur í the Burney Players og kemur reglulega fram á tónleikum með the Adderbury Ensemble.

Hann hefur komið fram sem einleikari með mörgum, evrópskum hljómsveitum sem leika á upprunahljóðfæri, þar á meðal Helsinki Baroque Orchestra, The Irish Baroque Orchestra, Arcangelo og English Concert. Þá hefur hann leikið, tekið upp og spilað í útsendingum með The Sixteen, Ensku þjóðaróperunni, Early Opera Company,  Fílharmóníusveit BBC, Sinfóníuhljómsveit Bournemouth, Retrospect Ensemble og samtímatónlistarhópnum Kokoro.

Sem kammertónlistarmaður hefur Ian komið fram á ýmsum hátíðum í Evrópu, þar á meðal forntónlistarhátíðunum í Auvergne og Innsbruck, Edinborgarhátíðinni og á BBC Proms. Einnig kemur fyrir að Ian leiki aðrar tegundir tónlistar, til dæmis á nýjustu plötu hljómsveitarinnar Paris Motel og þá kom hann fram í beinni útsendingu ásamt Vashti Bunyan í 15 ára afmælissjónvarpsþætti Jools Holland á BBC, sem síðar kom út á mynddiski. Árið 2008 var fjallað um feril hans í heimildamynd sem gerð var fyrir RÚV og 2010 hlotnaðist Ian sú ánægja að kenna Janet Street-Porter á flautu í tengslum við listaþátt Sky sjónvarpsstöðvarinnar First Love.

Meðfram tónleikahaldi og kennslu hefur Ian starfað í dómnefndum og sem prófdómari í Bretlandi, Frakklandi, Írlandi og Hong Kong.