Hið mikilfenglega Klais-orgel Hallgrímskirkju laðar ár hvert að þekkta orgelleikara alls staðar að úr heiminum.
Fimmtudaginn 20. ágúst mun Olivier Latry, organisti við Notre Dame í París, halda tvenna tónleika í Hallgrímskirkju.
Á fyrri tónleikunum, sem hefjast kl. 20, mun hann leika einleikstónleika með verkum eftir meðal annars Duruflé, Mobberley, Paulet og Grigny en á þeim síðari, kl. 22, slæst eiginkona hans Shin-Young Lee í lið með honum og leika þau sérstaka fjórhenta (og fjórfætta!) orgelútsetningu á Vorblóti Stravinskys.