Raftónlistarmenn

KiraSveinbjörn Thorarensen (Hermigervill)sveinbjörn

Sveinbjörn Thorarensen er reykvískur raftónlistarmaður og hefur gefið út fjórar plötur undir nafninu Hermigervill. Hann er meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson og hefur auk þess tekið upp og pródúserað fyrir og með fjölda tónlistarmanna.

 

Bergrún SnæbjörnsdóttirBergrún

Bergrún Snæbjörnsdóttir er tónskáld búsett í Reykjavík. Oft sameinar hún hið sjónræna og hljóðræna í verkum sínum, sem hafa verið flutt af tónlistarhópum eins og Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kúbus, Duo Harpverk og fleirum. Hún mun hefja meistaranám í tónsmíðum við Mills College næsta haust.

 

Páll Ivan frá EiðumPáll Ivan

Tónverk Páls Ivans hafa verið flutt víðsvegar í Evrópu og Bandaríkjunum, þar á meðal á hátíðum svo sem Listahátíð í Reykjavík (2008 og 2014), Myrkum músíkdögum, Tectonics (2012, 2013, 2014: verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands) Sláturtíð, RAFLOSTI, Nordic Musicdays, Icelandic Musicdays í Hollandi, Ung Nordisk Musik (UNM) ofl. Páll Ivan er einn af stofnmeðlimum tónskáldahópsins SLÁTUR.

 

Kristín Björk Kristjánsdóttir (Kira Kira)Kira

Drekaflugur geta hreyft vængi sína í fjórar mismunandi áttir samtímis. Það lýsir Kiru Kiru ágætlega, en hún hefur verið hreyfiafl í íslenskri raftónlist um árabil samtímis því að gera myndlist, kvikmyndir og framsækið útvarp.

Kira Kira (Kristín Björk Kristjánsdóttir) gaf nýverið út smáskífu í formi verndargrips með bandaríska tónlistarmanninum Eskmo, hljóðritun á verki fyrir söngvara, elektróník og kammersveit sem gerð var í Los Angeles á sumarsólstöðum 2014. Þau vinna nú að plötu saman sem áætlað er að komi út á næsta ári og verður þá hennar fjórða plata.

Kira Kira fagnar hinu óvænta í leikgleði og spuna, ýmist ein með kvikmyndavörpu eða með fjölbreyttum hópi tónlistarmanna.

Hún er einn af stofnendum Tilraunaeldhússins/Kitchen Motors sem var vettvangur fyrir tilraunir í tónlist, útgáfa og hugmyndasmiðja með áherslu á samstarf milli ólíkra listamanna og samruna listmiðla. Hreyfingin varð til árið 1999 en sólóverkefnið Kira Kira spratt upp úr henni í lok sama árs. Síðan hefur hún leikið á tónleikum víða um heim meðfram því að semja tónlist fyrir leikhús, kvikmyndir, dans- og myndlistarverk.

Kristín vinnur nú að sinni fyrstu leiknu kvikmynd í fullri lengd, en tónlistarmynd hennar „Grandma Lo-fi -The Basement Tapes of Sigríður Níelsdóttir“ sem hún gerði í félagi við Orra Jónsson og Ingibjörgu Birgisdóttur kom út árið 2012.