Setningarathöfn Kirkjulistahátíðar 2019

Píanó
Dagskrá 2. júní 2019
06/05/2019
Dagskrá Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju 1. – 10. júní 2019
Kirkjulistahátíðin 2019
31/05/2019

Setningarathöfn Kirkjulistahátíðar 2019

Hallgrímskirkja

15.00
Setningarathöfn Kirkjulistahátíðar. Kanadíski orgelvirtúósinn Isabella Demers leikur verk eftir J.S. Bach og Duruflé. Trompetstjörnurnar Jóhann Nardeau og Baldvin Oddsson leika hátiðarverk með Birni Steinari Sólbergssyni, orgelleikara Hallgrímskirkju. Klukkuspilskonsert inni og úti. Stutt ávörp.

Sýning Finnboga Péturssonar í Hallgrímskirkju opnuð, en eftir athöfnina í kirkjunni ganga gestir yfir í Ásmundarsal, þ.s. sýning Finnboga í safninu er opnuð og setningu Kirkjulistahátíðar áfram fagnað þar.

17.00
Upphafstónleikar Kirkjulistahátíðar 2019.

Óratórían Mysterium eftir Hafliða Hallgrímsson fyrir tvo kóra, hljómsveit, tvö orgel og fjóra einsöngvara frumflutt.

Flytjendur: Mótettukór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Hanna Dóra Sturludóttir alt, Elmar Gilbertsson tenór, Oddur A. Jónsson bassi og hljómsveit. Stjórnandi Hörður Áskelsson.

Isabelle Demers konsertorganisti frá Texas leikur tvo þætti úr L´Ascension eftir O. Messiaen við upphaf tónleikanna.