Sigurður Sævarsson

Sigurður Sævarsson

Sigurður Sævarsson

Sigurður Sævarsson tónskáld lauk meistaragráðu, bæði í tónsmíðum og söng, frá Boston University árið 1997.

Aðal viðfangsefni Sigurðar hafa verið kórverk og óperur. Óratoría hans, Hallgrímspassía, sem hljóðrituð var af Schola Cantorum og Caput hópnum, undir stjórn Harðar Áskelssonar, var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2010 sem besta platan í  flokknum klassísk og samtímatónlist.

Undanfarin ár hafa verk Sigurðar verið flutt víða um heim, bæði í Evrópu og í Norður og Suður-Ameríku.

Sigurður er söngvari í Schola cantorum og formaður Listvinafélags Hallgrímskirkju til margra ára.

www.sigurdursaevarsson.com