The King’s Men

The King’s Men

The King’s Men

The King’s Men er 18 manna karlakór, og meðlimir hans eru allir einnig söngvarar í  The King’s College Choir í Cambridge, sem er með allra þekktustu kórum veraldarinnar. Þar taka þeir þátt í daglegu helgihaldi kapellu skólans og tónleikahaldi kórsins í skólafríum og árvissum útsendingum um hver jól á BBC, bæði útvarpi og sjónvarpi, sem hafa átt þátt í að gera kórinn jafn þekktan innan Bretlands og raun ber vitni.

Karlakórinn King’s Men hefur starfað sem sjálfstæður hópur um nokkurt skeið og hefur á þeim tíma ferðast vítt og breytt um heimsbyggðina, til Norður-Ameríku, Ástralíu og Hong Kong og um allt Bretland. Kórinn er skólakór þótt ótrúlegt sé, því allir meðlimir hans eru háskólanemar við King’s College í Cambridge og leggja stund fjölbreyttar greinar eins og ensku, eðlisfræði og guðfræði, norræn fræði, gelísku og tónlist, en allir hafa vitanlega áralanga reynslu af kórsöng og búa að víðtækri tónlistarþekkingu.

Kórinn leggur stund á mjög fjölbreytta tónlist, og stefnir m.a. að útgáfu á jass- og popplögum á árinu. Hann hefur gefið út nokkra geisladiska, m.a. Lamentations & Requiem eftir endurreisnartónskáldið Orlando Lassus, Jólaplötu með fjölbreyttri tónlist allt frá fornum kirkjusöng til glænýrra laga, Carry me Home – þjóðlög frá ýmsum löndum og Vox in Rama þar sem er að finna verk eftir hollenska tónskáldið de Wert sem var uppi á 16. öld.