Tuomo Suni hóf fiðlunám fjögurra ára að aldri. Árið 1996 sneri hann sér að barokkfiðluleik undir leiðsögn Kreeta-Maria Kentala og milli 1999 og 2005 nam hann við Konunglega konservatóríið í Den Haag hjá Enrico Gatti. Tuomo lauk B.A. prófi 2003, M.A. prófi 2005 og er nú búsettur í London.
Árið 2002 vann Tuomo sem liðsmaður Opera Ouarta hljómsveitarinnar til tvennra verðlauna, Van Wassenaer Concours og Premio Bonporti. Geislaplata Opera Ouarta með Leclair tríó sónötum sem ORF gaf út árið 2007 fékk hin virtu verðlaun Diapason d´or. Tuomo leikur reglulega í upptökum og með hljómsveitum um heim allan, þar á meðal Capriccio Stravagante, Ricercar Consort, Ensemble Masques, The English Concert, The Early Opera Company, The Gabrieli Consort & Players, The European Union Baroque Orchestra, Bach Collegium Japan og Helsinki Baroque Orchestra.