Schola cantorum
Lokatónleikar með Schola cantorum
15/07/2015
Sálmafoss
Sálmafoss
15/07/2015

Hátíðarmessa með King’s Men

King´s Men of Cambridge

Síðari hátíðarmessan á Kirkjulistahátíð er sunnudaginn 23. ágúst kl. 11 og skartar hinum glæsta sönghópi King’s Men frá King’s College í Cambridge. King’s Men er 18 manna karlakór skipaður söngvurum úr hinum þekkta King’s College Choir og hefur ferðast víða undir stjórn hins þekkta Stephens Cleobury.

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur, sr. Leonard Ashford og messuþjónum. Dr. Sigurður Árni Þórðarson predikar.

Mótettukór Hallgrímskirkju leiðir safnaðarsöng. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Organistinn Richard Gowers úr röðum King’s Men leikur eftirspil.

Allir eru velkomir.