Hver var Salómon? Hvernig voru fjölskylda og uppeldisaðstæður þessa fræga konungs í Ísrael? Hvaða áhrif hafði hann á samfélag og helgihald þjóðar sinnar? Hver er áhrifasaga hans? Hvers eðlis var ljóðlist og spekihefð hebrea?
Óratoría Händels Salómon verður flutt á kirkjulistahátíð 2015 og er tilefni örþings um söguhetjuna.
Þrír örfyrirlestrar verða fluttir:
Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor: Heilagur bústaður Hins Hæsta. Musteri Salómons í Saltara.
Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur á Selfossi: Batseba, móðir Salómons í sögu og samtíð.
Sr. Hjörtur Pálsson, bókmenntafræðingur. „Eins og hindin þráir vantslindir…“ Við lindir ljóðs og trúar í boði Salómons.
Stjórnendur eru prestar Hallgrímskirkju: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og dr. Sigurður Árni Þórðarson. Örþingið verður haldið í Norðursal Hallgrímskirkju föstudaginn 14. ágúst kl 12.15−13.45 og er haldið í samvinnu við Hið íslenska Biblíufélag á 200 ára afmælisári þess.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.