Salómon: Kór og hljómsveit saman í barokksveiflu

Kirkjulistahátíð 2015 hefst í næstu viku
06/08/2015
Fullt hús og fagnaðarlæti á opnunarhelginni
17/08/2015

Salómon: Kór og hljómsveit saman í barokksveiflu

Æfingar á óratóríunni Salómoni ganga glimmrandi vel!

Kirkjulistahátíð1336

Í gærkvöldi léku og sungu saman Mótettukórinn og Alþjóðlega barokksveitin í fyrsta sinn kafla úr Salómoni og var hreinasta upplifun að sjá og heyra þetta stórkostlega verk byrja að raðast saman.

 

Það ríkti dillandi barokksveifla í Hallgrímskirkju þetta kvöld og stemningin magnaðist enn með málverkum Helga Þorgils Friðjónssonar sem voru að tínast á rétta staði í húsinu fyrir opnun hátíðarinnar, en hún verður á morgun, föstudag, kl. 17.