Olivier Latry sló í gegn

Salómon fær fimm stjörnur
18/08/2015
Kóngsmenn, kvennasálmar og kontratenórar: Litið yfir Kirkjulistahátíð 2015
03/09/2015

Olivier Latry sló í gegn

Olivier Latry, organisti Notre Dame í París og einn fremsti orgelleikari í heiminum í dag, hélt í gærkvöldi tvenna tónleika á Kirkjulistahátíð og gjörsamlega heillaði áheyrendur með skýrt mótaðri og innblásinni spilamennsku sinni.

9632Á fyrri tónleikunum lék Latry verk eftir Grigny, Paulet, Mobberley og Duruflé og lauk tónleikunum með spuna. Hann fékk í hendurnar tvö stef sem hann þekkti ekki áður, Gefðu að móðurmálið mitt og Víst ertu Jesú kóngur klár og spann út frá þeim á svo tilkomumikinn hátt að áheyrendur voru agndofa.9495

Þá vakti einnig aðdáun hversu vel Latry nýtti hljóðheim Klais-orgelsins og höfðu nokkrir á því orð að þeir hefðu á þessum tónleikum heyrt hljóð og tóna sem þeir hefðu hreinlega ekki áður heyrt frá þessu magnaða hljóðfæri.

Á síðari tónleikunum lék Latry ásamt Shin-Young Lee eiginkonu sinni fjórhenta útgáfu af Vorblóti Stravinskís. Þessi aðlögun á hljómsveitarverkinu er byggð á útsetningu tónskáldsins sjálfs fyrir tvö píanó og var sérstaklega ánægjulegt hversu litrík raddnotkun orgelsins var – hún jafnaðist hreinlega á við heila sinfóníuhljómsveit – og spilamennskan skýr og taktföst. Frumkraftur verksins skilaði sér með miklum glæsibrag og unun var að horfa á fallegt samspil þeirra hjóna.